Sólin skín
Aldeilis fínt veður í dag og á að vera æðislegt á morgun líka. Það er sól, 26 stiga hiti og það er sumarstemmning bara. Mjög heppilegt að ég verð einmitt í fríi á morgun. Borgar, Elín og strákarnir eru að koma frá Afríku og ætla að millilenda hjá okkur. Það verða því ekki alltof mikil viðbrigði fyrir þau, a.m.k. frá Nairobi til London. Það er annað mál með London-Reykjavík. Þau verða bara að klæða sig vel.
Planið á morgun er að fara á rúntinn í London, fara í ferðabókabúðina í Covent Garden, jafnvel í hádegissushi og svo á jógúrtísstaðinn góða, Muffinskis. Fyrst að verður svona gott veður á morgun, þá er skyldumæting á hann, mmmm.
Annars verð ég grasekkja á laugardaginn. Jóhannes er að fara aftur til Bandaríkjanna (Boston) og verður í viku. Við hittumst svo í nokkra daga áður en ég fer svo til Íslands í viku. Meira spanið. Hundleiðinlegt að vera einn heima en hef samt nóg að gera, þarf að vinna nokkur verkefni áður en ég fer til Íslands næst. Við ætlum að reyna að fara til New York í haust (þ.e. ef flugvélin hrapar ekki, við verðum ekki fyrir flugráni eða ef vélin verður ekki skotin niður af hryðjuverkamönnum. Er annars bjartsýn sko). SMANNA eruð þið með?