Heimsóknir á CafeSigrun

Jóhannes var að kíkja á tölfræðina bak við vefinn minn (sýnir hversu margir skoða vefinn minn og svoleiðis) og mig rak nú bara í rogastans. Það eru um það bil 1600-1700 manns sem skoða CafeSigrun í hverjum mánuði (eykst sífellt), um 60 manns á dag og þessi 60 manns eru að skoða um 2-3 síður hver á dag. Það eru 5 þúsund flettingar (síður sem eru skoðaðar) í hverjum mánuði!!! Ég hélt að það væru kannski 3 hræður að skoða vefinn á mánuði eða álíka :) En svo sem miðað við póstlistann og svona vissi ég að það væru fleiri en ég hélt að það væru nú ekki SVONA margir og fjöldinn hefur aukist jafnt og þétt síðan ég uppfærði vefinn. Ég er bara rosa glöð yfir því. Ok ég veit að þetta er ekkert eins og vefur Morgunblaðsins en ég hef aldrei auglýst vefinn minn og hann var upphaflega bara ætlaður fyrir mig svo það er bara rosa gaman að fólk sé að skoða hann og nota.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
15. ágú. 2005

gaman að heyra hvað margir skoða hjá þér, það er ekki bara ég haltu áfram að setja inn á vefinn kv mamma.

Bestu þakkir fyrir þessa frábæru síðu; ég var að uppgötva hana í dag, þegar ég var að leita undir "uppskriftir" á google. Er áhugamanneskja um hollan mat og hveiti - og mjólkurlaust nammi og kökur!

Takk kærlega og gangi þér áfram vel.

hrundski
16. ágú. 2005

prufa prufa prufa

-ég er alltaf að njósna um ykkur og kíki reglulega hérna inn um leið og ég leita að uppskriftum til að elda oní mig og kallinn minn.