Þyrlur og sírenur

Þetta voru nú meiri lætin. Við í vinnunni vorum drifin út úr byggingunni af því ein þessara sprengja eða hvað þetta var sprakk á Warren Street lestarstöðinni sem er sú lestarstöð sem flestir í vinnunni nota enda bara 5 mínútur frá okkur.

Ég hringdi beint í Jóhannes því hann var á fundi út í bæ og hann var sem betur fer ok og náði strætó heim. Já lögreglan vísaði öllum út þar sem þeir voru hræddir við efnavopnaárás og þar sem byggingin er með loftræstikerfi (eins og margar þarna í kring) var öllum vísað út. Fyrir utan var kaos, fullt af fólki úti á götu og búið að loka fyrir allri umferð. Þyrlur sveimuðu beint yfir hausnum á okkur og sírenur vældu án afláts. Nú voru góð ráð dýr, fólk var nú ekki á því að fara heim enda langaði engan ofan í lestarnar. Allir pöbbar voru fullir og því var leitað til mín sem sérfræðing á þessu svæði varðandi pöbba (þar sem ég er íbúi hér). Ég leiddi alla starfsmennina 10 (4 voru ekki við í dag) í halarófu út á pöbbinn sem er hérna beint á móti íbúðinni okkar og þar sátum við og drukkum appelsínusafa og öl. Fartölvur voru dregnar upp, fundir voru haldnir og meira að segja var verið að vonast eftir því að þráðlausa netið myndi drífa út á pöbbinn frá íbúðinni. Það kom þó ekki til þess að við prófuðum. Við fórum aftur í vinnuna um 1,5 klukkutíma seinna (held að við höfum verið eini vinnustaðurinn sem fór aftur inn) og þyrlurnar halda áfram að sveima yfir okkur. Búin að bjóða vinnufélögum gistingu (sumir eru allt að 4 tíma að labba heim til sín). Það verður þá bara kakó og kósí.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It