Fjölskylduhittingur
Já það verður hálfgerður fjölskylduhittingur á föstudaginn. Smári bróðir kemur á föstudaginn og hann ætlar með Jóhannesi á Lenny Kravitz tónleika á Brixton. Svo ætlum við á laugardeginum á veitingastaðinn 15 (Jamie Oliver) í hádeginu og jafnvel á sushi um kvöldið (verðum útétin). Sjáum svo til hvað við náum að gera en það væri rosa gaman að fara á Borough markaðinn (rosa flottur matarmarkaður, sá elsti í Bretlandi og þó víðar væri leitað) og ég veit að Smára langar að kíkja á einhverjar verkfærabúðir sem hann náði ekki að kíkja á síðast.
Á föstudaginn koma mamma og pabbi frá Kenya þannig að þau ná að hitta Smára áður en þau fara til Íslands. Þau fara þó aftur seinna um kvöldið, ætla rétt að leggja sig held ég. Svo á sunnudaginn förum við Jóhannes til Kenya og þá hittum við Borgar bróður, Elínu, Mána og Stein. Við erum orðin rosa spennt fyrir Kenya, búin að græja allt sem við getum en það hefur bara verið svo mikið að gera hjá okkur að við pökkum ekki fyrr en á seinustu stundu örugglega, aðalatriðið er að muna eftir vegabréfum, sprautuvottorðum, peningum og þess háttar dóti. Við fljúgum á sunnudagsmorgninum kl 10.25. Við tökum minicab því það er heljarinnar vesen að komast með Tubeinu á Heathrow þessa dagana út af sprengjunum. Heathrow Express er dýrari en minicab og við tökum hann þess vegna. Voða þægilegt líka (en dýrt).
Við reynum að blogga á meðan við erum þar en við verðum víst ekki mikið við tölvur held ég (sem er fínt) svo kannski verða engar fréttir af okkur fyrr en við komum aftur (6. ágúst).
Jæja best að halda áfram að vinna eitthvað.