Bila hné

Jæja ég fór til læknis í gær, svo sem ekkert merkilegt. Í stuttu máli þá þarf ég þessa blessuðu aðgerð, það þarf að bora inn í hnéð, fara með myndavél og skoða skemmdina og svo þarf að laga eitthvað. Ég er komin á biðlista og ég veit ekki nákvæmlega hvenær ég þarf að fara í þessa aðgerð. Ég ætla þó að láta gera hana hér í UK þar sem annars er mikið vesen tryggingarlega séð. Það sem ég veit þó, og það sem ég er frekar brjáluð yfir er að ég má ekki reyna á hnéð að ráði sem þýðir að ég get ekkert hlaupið í ræktinni (eða tekið neðri hluta) í um 2-3 mánuði þannig að ég MUN enda eins og Nigella Lawson. Er viss um það. Ég verð hölt þangað til ég kem frá Afríku, svo verður þetta lagað nema það getur tekið um 6 vikur að verða ok. Það er ferlega svekkjandi að þurfa að missa þolið svona niður (ekki það að ég sé neitt svakalega þolgóð, er með minnstu lungu í heimi) en svona er lífið víst. Er bara svekkt að ég geti ekkert reynt á mig í Afríku, er alveg farin að sjá fyrir mér 4 burðarmenn sko. Það er ekki eins og ég sé með ólæknandi sjúkdóm svo ég verð bara að vera þakklát.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It