Terroristar

Ég er voða fegin að vera heima á Íslandi akkúrat núna. Langar varla út til London aftur sko. Sprengjurnar voru ekkert nálægt íbúðinni okkar þannig séð en samt allt í kring og strætóinn var hvað næstur okkar íbúð eða í um 10 mínútna göngufjarlægð frá okkur. En samt, Londonbúar eru svo vanir því að einhver sé að ergja þá með sprengjum (aðallega IRA) að þeir kippa sér ekki mikið upp við þessar sprengjur. Ég er ekki að segja að þeir taki létt á málunum samt, þeir eru bara frekar æðrulausir.

Við frestuðum fluginu okkar fram á mánudag, áttum sko að fara í dag. Æi það er svo glatað að vera kannski fastur á flugvellinum ef þeir ákveða að loka lestarstöðvum allt í einu, betra að láta allt komast í sinn farveg.

Æi langar mest að fara bara á fjöll með Jóhannesi og liggja í tjaldi í svona mánuð, bara í afslöppun. Nenni ekki þessu terroristaveseni.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It