Smog

Ég vona að Jóhannes kafni ekki í smogginu á leiðinni heim. Smog er ógeðslegt fyrirbæri. Smog stendur fyrir Smoke (reykur) og Fog (þoka) þannig að á íslensku gæti það heitið þreykur eða álíka (viss um að það er til eitthvað betra orð yfir þetta samt). Þetta myndast yfirleitt í svona hitabylgjum eins og hefur verið að undanförnu, þ.e. loftið verður svo þungt af mikilli mengun, heitu lofti og frjókornum og í logni kemst þessi blanda ekkert og allt blandast saman í eina súpu. Fólki með öndunarfæravandamál eins og asthma og viðkvæmu fólki er ráðlagt að halda sér innandyra. Þetta var afskaplega mikið vandamál hér á tímum kolakyndingar þegar mengunin í London var sem mest en loftið í London hefur lagast mjög mikið síðustu árin af því að búið er að hefta umferðina mikið um miðbæinn (fólk á einkabílum þarf að borga um 700 krónur íslenskar til að keyra inn í London). Maður er hættur að finna þessa miklu mengunarlykt sem maður fann fyrir svona 5 árum (nema ég sé bara orðin vanari henni, gæti verið). En já þetta smog dæmi er að ganga frá þeim sem eiga erfitt, aumingja rónarnir að kafna. Það dóu 800 manns í hitabylgjunni 2003 og talið er að mörg þúsund manns hafi lent illa í því og orðið veikt. Það er ógeðslegt að sjá myndir af þessu fyrirbæri því London liggur bara í gulri súpu og það sést varla í byggingar. Ég finn ekkert fyrir þessu en tók eftir því áðan þegar ég labbaði úti að ég hnerraði stanslaust í 10 mínútur og ég gat beinlínis tuggið loftið (líka mjög rakt akkúrat núna, spáð þrumuveðri). Ekkert grín sko og ég er ekki með nein ofnæmi né asthma og ekki neitt. Oj bara. Hlakka ekkert smá til að anda að mér hreina loftinu á Laugaveginum. Það er reyndar spáð aðeins kólnandi núna næstu viku eða 23-26 stiga hita. Það er þó strax skárra en 30 stig. Ég hlýt að vera komin í rosa góða æfingu fyrir Afríku? Svo lengi sem ég get verið í skugga, með sólgleraugu, sólhatt, sólarvörn, léttum buxum, bol og með eitthvað kalt að drekka. Er reyndar mjög sátt við svona 25 stiga hita og skugga, það er fínt hitastig.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It