Jólin koma

Ok jólin eru ekki alveg komin en það eru samt bara 6 mánuðir til jóla! Ekki alveg viðeigandi kannski að vera að hugsa um jólin í 30 stiga hita en vá hvað ég hlakka til að drekka Eggnog Latte hjá Starbucks. Mmmmmmmmm það er besti drykkur í heimi. Svo er reyndar æðislegt að sjá jólaljósin í London, þeir eru duglegir að skreyta verslunargöturnar. Þeir skreyta reyndar allt of snemma, liggur við að það sé miður september þegar þeir hengja fyrstu seríurnar upp en það er ægilega fallegt í desember þegar ljósin mega njóta sín.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
24. jún. 2005

Hæ kanntu uppskrift að Eggnog? Það var hægt að kaupa það á fernum fyrir jólin í Canada og þá var látið wisky útí til að fá smá hita í sig kv mamma

Anna Stína
28. jún. 2005

Hæ - ertu ekki í lagi ?? Djók - ég hlakka til jólanna allt árið !!

Sjáumst - AKM