Jibbí, fundi frestað

Mikið varð ég glöð. Fundinum þar sem ég átti að halda fyrirlestur (og gat því alls ekki sleppt að mæta á) var frestað. Það voru miklar hamingjufréttir því það er um 30 stiga hiti og ég var ekkert að hlakka til þess að fara í lestina og svitna til helvítis. Hefðum þurft að labba smá smöl í lestina svo ég var búin að kvíða fyrir alveg helling. Fór í ræktina í morgun og tímdi ekki að verða sveitt og ógeðsleg, það er nóg að maður geri það í ræktinni. Þau báru fyrir sig veikindum hjá Verðbréfamiðlun London (London Stock Exchange). Ég held að þau hafi hreinlega bara bráðnað, eins og svo margir í London þessa dagana. Ég ætla að setjast út í garðinn góða, undir tré og drekka Diet Sprite eða eitthvað álíka svalandi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It