Járnskortur

Var að lesa að þeir sem þjást af járnskorti geta orðið óeðlilega sólginir í ákveðnar matartegundir, t.d. vanilluís, frostpinna og lakkrís. Það er því alveg ljóst að Jóhannes þjáist af járnskorti. Ætla samt ekki að segja honum þetta því hann verður ægilega glaður yfir því að fá góða og gilda ástæðu til að borða vanilluís. Ef hann mætti ráða myndi hann sennilega borða cheerios og vanilluís í öll mál. Nokkurn veginn það sem hann gerir ef ég er að heiman. Meiri pjakkurinn sko. Æi hann fer svo sem 5 sinnum í viku í ræktina en samt, einum og mikið af því góða sko hí hí.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It