Íslatte

Jæja ég lifði daginn af, og líka fundinn. Við þurftum að fara með lest, þrjú úr vinnunni í höfuðstöðvar Times dagblaðsins í London. Það var alveg skaplegt í lestinni enda fáir á ferð á hádegi. Við tókum svo leigubíl frá Tower Hill lestarstöðinni til Times, sem betur fer, hefði dáið í sólinni. Það voru loftkældar skrifstofur og allt í góðu þar. Nema á fundinum voru 10 karlmenn (þar af 7 af þeim í dökkbláum buxum og blárri skyrtu he he, samt var þetta ekki einkennisbúningur. Svona eru Bretar bara litríkir, eða þannig. Það var samt einn með vefjahött). Það var ekki boðið upp á neitt, hvorki vott né þurrt og við vorum aðframkomin úr þorsta og hungri þegar við sluppum út. Við tókum svo leigubíl til baka á lestarstöðina, aftur, sem betur fer, hefði bráðnað á leiðinni enda hitinn að verða óbærilegur og lítið um skugga. Nema hvað við fórum svo í lestina og það var önnur saga þar. Hitinn var svo hrikalegur að við vorum öll orðin máttlaus úr hita og vanlíðan. Það hjálpaði ekki að lesa í blaðinu sem ég var með að hitinn í lestunum getur farið í 48°C (í sumum lestunum) og það er aðeins einn staður heitari þessa dagana en það er í Hanoi í Víetnam. Einmitt. Svona að meðaltali þá er um 36°C hiti í vögnunum og það er heitara en Miami víst. Díses, maður verður ekki einu sinni brúnn á að vera í lestunum, manni verður bara heitt.

Þeim finnst annars mjög fyndið hvað ég þoli illa hitann hér og halda að ég sé gerð úr ís, og muni bráðna. Ég er alltaf í skugga, fer alltaf undir tré í görðunum, er alltaf með sólgleraugu. Enda er ég eins og næpa.

Ég endaði á því að fara í garðinn sem er hérna rétt hjá með ískalt Diet Sprite, undir trénu auðvitað, í skugganum. Það var voða yndislegt. Svo trítlaði ég á Starbucks og fékk mér Íslatte (koffeinlaust auðvitað) og er núna með það hjá mér á skrifborðinu. Mmmmmmm.

Annar fundur á morgun, spáð allt að 30 stiga hita :(

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
23. jún. 2005

ég mundi ekki lifa svona dag af mér er vel heitt hér í 14 st hits sem var í dag en það var frost á nokkrum stöðum í nótt. mundu að taka vel af vatni með þér á fundinn á morgun ps fer með Svan á f-völlinn á morgun kl 1 hann fer í loftið kl 4 kv mamma.