Ein í kotinu
Jæja þá er ég orðin ein eftir í kotinu í bili. Jóhannes er í Ungverjalandi núna. Flýgur til Póllands í kvöld, Oslóar annað kvöld og Prag á fimmtudaginn.
Smári og fjölskylda fóru út á völl áðan, fara í loftið í kvöld. Við gerðum margt skemmtilegt. Við fórum til dæmis á U2 tónleika :) svo löbbuðum við út um alla London (svona miðjusvæðið allavega eins og Covent Garden, Soho og Carnaby Street), fengum okkur jógúrtís á Muffinskis, fórum á Rainforest Cafe, fórum nokkrum sinnum á Starbucks, þau fóru á Lion King söngleikinn sem þau voru mjög hrifin af, við fórum líka í nokkrar búðir, fórum líka í pikknikk í Regents Park.
Það hefði verið hægt að gera miklu meira en það er ekkert auðvelt að hreyfa sig í London þegar hitinn er orðinn rúm 30 stig. Þá á maður bara að sitja undir tré með eitthvað kalt að drekka. Það verður líka að geyma eitthvað þangað til næst t.d. eins og Hjólið, Sight seeing, Vaxmyndasafnið og svona.
Ég sé þau svo aftur í næstu viku, erum að fara heim í frí. Ætlum þá að fara Laugaveginn með Borgari bróður og konunni hans. Getum ekki beðið við hlökkum svo til!