Air bjútifúl og vinkona mín Erin O'Connor
Jæja langt síðan ég hef skrifað síðast enda búin að vera dáldið mikið bissí.
Ég er sem sagt lent í London. Ferðin hingað gekk vel eins og venjulega en ég var samt að drepast úr hræðslu. Vitið þið afhverju?? Jú sko, vélin var full af FYRIRSÆTUM og það voru sko fyrirsætur af öllum gerðum, ein var austurlensk, ein var svört, ein var mjög blönduð greinilega og svo var nokkrar alveg rosalega amerískar. Ég fékk meira að segja staðfestingu á þessu þegar ég las Dagblaðið sem ég keypti mér á flugvellinum því þar voru myndir af þeim í blaðinu. Þetta voru sem sagt fyrirsætur sem höfðu verið að sýna á stóru tískusýningunni síðastliðinn föstudag heima á Íslandi. Þetta var sem sagt Air bjútifúl og eins og þið vitið er ég ekkert rosalega hrifin af fallegum farþegum eftir að verið að horfa á Lost þættina sko. (Afhverju er annars fólkið á eyðieyjunni ennþá með glansandi hár? Svo hlýtur að vera sléttujárn á eyjunni, trúi ekki öðru, miðað við hversu slétt hárið á sumum konunum er). Ég var sem sagt viss um að vélin myndi hrapa því farþegarnir voru alveg fullkomnir til að gera Hollywood mynd eftir. Já ég veit að ég er klikk.
Allavega. Ég lendi heilu og höldnu á Heathrow og allt gekk vel nema þegar ég var að koma að vegabréfseftirlitinu þá uppgötva ég mér til mikillar skelfingar að ég er ekki með passann og hann var ekki á þeim stað sem hann átti að vera í bakpokanum. Það var svona milljón manns í kös og ég var búin að vera í biðröð í svona 10 mínútur. Hún var nú ekki beint sú hjálplegasta konan sem ég talaði við. Hún gargaði á mig að ég yrði að fara aftur í flugvélina og ná í passann. Svo gargaði hún NÆSTI, þar með var ég afgreidd. Ég bara vonaði innilega að passinn væri þar. Ég þurfti sem sagt að fara með fylgd aftur að vélinni og þar fannst passinn. Líklega hefur hann dottið úr töskunni minni þegar ég var að ná í bókina mína í hólfið framan á. Ég er alltaf svo passasöm svo þetta var alveg glatað.
Já svo fór ég til baka, í gegnum vegabréfseftirlitið og fór beint í að ná í töskurnar mínar. Þar voru flestir farnir, og allar mjónufyrirsæturnar voru á bak og burt nema ein sem ég tók nú ekki mikið eftir þó hún væri við hliðina á mér. Hún var reyndar svona 200 grömm að þyngd og svona 3 metrar á hæð. Hún var dökkhærð með stutt hár. Hún var að beygja sig yfir töskukerruna sína og var greinilega að bíða eftir töskunum sínum. Okkur leiddist greinilega báðum. Það var þá sem hún sneri sér að mér og spurði „Ertu frá Íslandi“? Ég var nú ekkert í allt of góðu skapi og var nú ekki að fara á kjaftatörn við ókunnuga (ekki það að ég hafi gaman af því yfirleitt) en ég játti því með svona „Ummmhmmmm“. Hún var sem sagt ekkert SMÁvegis hrifin af landi og þjóð og sérstaklega vatninu (sennilega eina næringin hennar svo sem). Ég var í þungum þönkum enn þá að pirrast yfir passanum mínum þegar hún sagði „I love your hair colour, it's gorgeous“. Ég fór að hugsa til baka, ég vaknaði um morguninn, fór í sturtu, ég á ekki hárbursta, nennti ekki að blása hárið né slétta það svo það fór í hnút með spennum, ég var orðin öll úfin eftir flugferðina og hlaupin þar beint á eftir, í svitabaði. Ég ákvað því að trúa ekki konunni og ég horfði framan í hana og ætlaði að fara opna munninn þegar ég sagði „Thank you very much“. Það eina sem mér datt í hug að segja svo var „I think you are a great model“. Ég fattaði sem sagt sekúndubroti áður hver þetta var. Þetta var Erin O'Connor, eitt frægasta súpermódel Breta. Hún var búin að rétta úr sér (útskýrði gott útsýni hennar yfir kollinn á mér) og ég náði henni svona upp að hnjám. Ég hætti við að biðja hana um mynd af okkur saman, hefði verið pínlegt. Ég var svo hissa að ég vissi ekkert hvað ég átti að segja. Hvað segir maður? Átti ég að láta hana fá nafnspjaldið mitt? Símanúmerið hjá Auði klippikonu (verð að muna að segja henni þetta), bjóða henni gistingu á Íslandi? Ég hef aldrei verið góð í að tala við ókunnuga, hvað þá frægt fólk svo ég greip töskuna mína og sagði bara „Sjáumst vonandi aftur“. Svona eins og maður gerir við fræga fólkið sko.
Svo að þið hafið hugmynd um hver Erin O'Connor er, þá er hún talin það módel sem hvað mestu áhrif hefur haft á tískuheiminn og allir hönnuðir keppast við að láta hana ganga í fötunum sínum því hún er jú gangandi hrífuskaft. Hún er svo mikil sleggja að þú veist ekki hvort snýr fram og hvort snýr aftur á henni. Hún hefur líka leikið í þáttum og bíómyndum.
Ég setti hérna mynd af Erin O'Connor (með Kate Moss, Elle McPherson, Naomi Campell og Nelson Mandela) fyrir þá sem vita ekki hver hún er. Ok hefði verið meira kúl ef þetta hefði verið Kate Moss eða Naomi Campbell en mér fannst þetta samt voða gaman, sérstaklega þetta með hárið því hvað hefur hún séð mikið af hári í gegnum tíðina? Æi held henni hafi nú bara leiðst sko he he :)
Jæja annars fer að líða að heimsókn Smára, Önnu Stínu og co. Jibbíííí. Vona að veðurspáin haldi sér (ólíklegt) 24-27 stiga hiti og sól.
Ummæli
15. jún. 2005
það er munur að vera með fræga fólkinu. Það er alltaf gott veður í London bara stundum rigning ég vona að verði gott veður hér annað kvöld því þá er vinnugrillið (25 konur) en það koma nú allar með kuldagallana með, svo það reddast kv mamma.
15. jún. 2005
Frábært - af hverju ekki að trúa henni ?? Hún þurfti ekki að segja neitt til að hrósa þér úr því hún var að dásama landið - hefði getað spurt hvort þú byggir í London eða eitthvað álíka - þannig að ég held hún hafi bara verið að segja það sem henni fannst !! Og hafðu það !! Enda er það fallegt á litinn, í hnút eða slegið :-) Kv. Anna - sjáumst eftir 2 daga ..... húrrrrrra