Strætóhræðsla

Finnst alltaf jafn fyndið að ég sé flughrædd þar sem ég er eflaust í mun meiri lífshættu í strætó en í flugvél. Ég tek yfirleitt strætó heim til Smára og Önnu Stínu á meðan ég er að vinna á Íslandi (leið 140 frá Hverfisgötu og inn í Fjörð). Nú hvá eflaust einhverjir við. SIGRÚN? Í STRÆTÓ? Ég hef nefnilega verið haldin strætófordómum síðan ég var svona 15 ára, viðurkenni það alveg. Hélt að strætó væri bara fyrir skrýtið fólk og aldraða. Þetta hafa reyndar bara verið íslenskir fordómar því ég er alsæl með strætókerfið í London. Maður þarf nánast aldrei að bíða eftir strætó og allir nota strætó (meira að segja fór Victoria Beckham einu sinni með Brooklyn í strætó til að sýna honum hvernig það væri. En að sjálfsögðu með 4 öryggisverði...sem fylltu nánast strætóinn hvort eð er vegna stærðar sinnar.... svo það endaði eiginlega á einkaferð). En sem sagt þá nota ég ekki strætó á Íslandi ef ég kemst hjá því. Mér finnst bara glatað að bíða eftir strætó. Það fyrsta sem ég hugsa alltaf þegar ég sé fólk í strætóskýli er A) Þetta er nú meiri bjáninn að vera ekki á bíl B) Ætli sé eitthvað að þessu fólki, svona í alvörunni? C) Loooooooooooseeeeeeeersssss. Svo keyri ég framhjá bara og alsæl með að vera á bíl. Nema á undanförnum vikum hef ég sennilega flokkast undir C hópinn. Málið er sko að mér finnst hugmyndin með almenningssamgöngum sniðug, minni mengun, færri bílar og allt það. Mér finnst líka gaman að sitja í strætó og þurfa ekki að hugsa neitt, geta hlustað á tónlist, horft út um gluggann (vera með sólgleraugu svo enginn þekki mann reyndar). Það finnst mér allt í lagi. En fólkið sem er með manni í strætó er oft svo skrýtið að mér verður pínu flökurt. Eins og maðurinn með brilliantínið sem strauk sér svona tuttugu sinnum um hárið á mínútu og þefaði af puttunum eða sleikti þá eftir hvert skipti. Ég meika bara ekki svona. Eða konan sem er með störu og starir í svona 15 mínútur á sömu manneskjuna.

Það er annars smá munur á strætóbílstjórum hér og í London. Þeir eru sennilega undir mun meira álagi þar en á litla Íslandi. Þeir allavega segja "fuck" og "fuck you" "you fucking shit" og "bollocks" og annað misfallegt í svona annari hverri beygju sem þeir taka. Þeir eru líka mjög duglegir að nota löngutöng. Vei þeim sem svínar fyrir þá eða bremsar snögglega. Þá er þeim að mæta. Þeir fara jafnvel út úr strætóunum og upp að næsta fólksbíl og lemja á glugga og bölva, hrækja og hóta að drepa mömmur þeirra. Til dæmis. Farþegar á Íslandi eru líka rólegri. Þeir hóta ekki að drepa strætómanninn ef hann bremsar snögglega. Það bölvar enginn ef strætóinn snarhemlar þannig að allt dótið manns hendist út á gólf og sólgleraugun lendi í hárinu á næstu manneskju fyrir framan mig (kom fyrir mig um daginn). Það gerist ansi oft í íslensku strætóunum að þeir hemla (ætli bremsurnar hreinlega séu bilaðar) þannig að fólk þarf að ríghalda sér, gamla fólkið hangir á bláþræði (í bókstaflegri merkingu) og er sennilega að biðja til guðs um að komast heilu og höldnu heim til sín. Það er oft með lokuð augun í strætóferðunum. Íslenskur strætóbílstjóri myndi sennilega geta keyrt í svona 15 mínútur í London áður en honum væri hótað lífláti. Breskir strætóbílstjórar keyra yfirleitt afskaplega varlega af stað og nauðhemla aldrei. ALDREI nema eitthvað mikið komi til. Ég var að lesa um daginn að íslenskir vagnstjórar hafi fengið verðlaun fyrir akstur í einhverri keppni. My ass. Jú eflaust eru til tillitsamir bílstjórar (veit að Maggi "afi" er það) en díses, ég er að spá í að vera bara strætóhrædd í staðinn fyrir að vera flughrædd.

Svo er voða næs að horfa á sjónvarp og svona í bresku strætóunum. Reyndar höfum við lent í hópslagsmálum þar sem einn endaði á því að kveikja í hinum og sátum einu sinni fyrir framan konu sem var að stunda viðskipti ef svo má að orði komast. Var að fara með viðskiptavininn heim. Það versta samt er að sitja nálægt hópi unglingsstúlkna, sérstaklega svartra. Þær eru kolóðar og hávaðinn í þeim er skerandi. Það er líka algengt að heyra svona 6-7 tungumál töluð í einum strætó. Það er ekkert fjör í íslenskum strætó, allir sitja og bíta í varirnar þó að strætóbílstjórar séu að murka úr farþegum lífið með brjálæðislegum glannaakstri og nauðhemlunum. Þarf að endurskoða flughræðsluna eitthvað.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It