Ekki á eyðieyju

Ok ég lifði flugferðina af, svitnaði ekkert mikið í lófunum heldur. Ég er sem sagt ekki á eyðieyju einhvers staðar, er bara fyrir framan tölvuskjáinn hérna á Íslandi.

Annars finnst okkur Lost dálítið fyndnir þættir. Sko það fyrsta sem við bæði hugsuðum (og Jóhannes sagði), „Hey vá þetta flugfélag er greinilega svona Air bjútifúl“. Já það er aldeilis munur að hafa svona fallegt fólk í flugvélinni. Það eru allir með slétta húð, allir með beinar og hvítar tennur og flestir kæmust alveg á samning við umboðsskrifstofu fyrirsæta. Það er reyndar einn sem er ekkert svaka mikið bjútí en hann á greinilega að vera forsvarsmaður „hinna ófríðu“ og framleiðendur hafa hugsað með sér að það væri nóg að hafa einn rosa ljótan í þáttunum, hinir gætu þá verið svaka prittí.

Já en flugferðin mín fór ekki á neitt hættustig í gær. Ekki nema þegar maturinn kom því ég var orðin svo svöng og ég varð svo brjáluð þegar ég fékk ANDSKOTANS kjúklings-/svínaógeðið eina ferðina enn að ég hefði alveg getað hugsað mér að lemja flugstjórann eða flugfreyjuna (veit að það er samt ekki þeim að kenna sko). Ég er 5 sinnum búin að fá sama ógeðið að borða. Ég veit ekki enn þá alveg hvort þetta sé kjúklingur eða svínakjöt eða hvað því þetta er steikt upp úr raspi og lítur út eins og fremri hlutinn á appelsínugulum inniskó. Þetta lítur bara óeðlilega út, það er ekkert flóknara. Ég borðaði þetta að sjálfsögðu ekki þannig að það var bara vatn og brauð fyrir mig í kvöldmatinn. Ég tek nesti næst, ekki spurning (ætti svo sem að vera farin að læra á þetta).

Það er reyndar eitt sem hræðir mig svolítið í flugvélum og það er ef að ferðin er með blönduðum kynþáttum og ólíku fólk! Þá finnst mér ég vera stödd í sjónvarpsþætti eins og Lost eða í bíómynd því að í Hollywood þá er alltaf passað upp á að allt sé jafnt og dreifingin góð. Í Lost er til dæmis einn svertingi, einn asíubúi, einn af afrískum uppruna, margir hvítir, einn feitur, ein ófrísk, einn gamall, ein sem hefur dularfullan bakgrunn, einn sem er gæi, einn læknir og er góði gæinn, einn tónlistarmaður. Eiiiiiiiiiiiinum of góð blanda í einni flugvél. Þess vegna líður mér yfirleitt vel í Flugleiðavélum, það eru allir eins og ekkert líklegt að verði gerð bíómynd (og þar af leiðandi minni líkur á að flugvélin hrapi. Ekki gleyma því að ég er flughrædd, rökin eru ekki alveg 100% hjá mér he he).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It