Muffinski's

Frosna jarðaberjajógúrtið mittÞETTA ER SNILLDARSTAÐUR. Við vorum bara á röltinu í dag í góða veðrinu. Fórum niður í Covent Garden og röltum aðeins þar um þegar við rákum augun í þennan stað. Þarna er hægt að fá handgerða möffinsa, allt hráefni lífrænt ræktað og meira að segja hveitið í þeim er malað í eldgamalli myllu til að tryggja gott handbragð og gæði. Þessi staður hefur verið starfræktur í 10 ár og virðist alveg ganga vel. Það er sem sagt hægt að fá möffinsa af öllum stærðum og gerðum og meðal annars fitusnauða eða sykurlausa. Það besta samt við þennan stað er að það var að hægt er að fá frosna jógúrt (e. frozen jogurt) með hreinum ávöxtum. Annað eins lostæti hef ég bara ekki smakkað lengi, mmmmmmm það var hreint út sagt magnað. Vitandi það að maður getur fengið ferska ávexti blandaða í frosna, hreina jógúrt er frábært og það er nokkuð pottþétt að við eigum eftir að verða tíðir gestir þarna í sumar. Þarna var líka hægt að fá kaffi og það virtist gott þ.e. Jóhannes gaf samþykki sitt fyrir bæði kaffivélinni og malaranum. Latte er borið fram í háum glösum og það leit mjög vel út, ég smakkaði þó ekki í þetta skipti enda nýbúin með einn latte á Starbucks. Fyrir þá sem eru á leiðinni til London þá er staðurinn í Covent Garden (næsta lestarstöð er Covent Garden) og gatan heitir King Street. Gatan liggur út frá miðjutorginu (þar sem götulistamennirnir eru yfirleitt) og maður gengur sem leið liggur að Leicester Square eða Piccadilly Circus. Ekki láta staðinn fram hjá ykkur fara. Næstu gestir (Smári, Anna Stína, Freyja og barnapía) verða þokkalega dregnir á þennan stað, nauðug eða viljug!!!

Muffinski's staðurinn í Covent Garden

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Anna Stína
01. jún. 2005

Lýst bar VEEEEEEEEEL á og hlakka til. Hugsaði eftir að lesa nokkrar línur að þangað vildi ég fara í júní - en þú ert greinilega búin að hugsa það :-) Hlakka mikið til að koma til ykkar og td. smakka frosna jógúrt mmmmmmmmmmmmmm kv. Anna Stína

Sigrun
01. jún. 2005

Ég hlakka líka til, heldur betur! Þið verðið svoooooo dregin þangað :)