30 stig
Jább, hitinn fór í 30 stig í dag. Það var ekki leiðinlegt að sitja undir trjánum í hádeginu og borða vínber og drekka appelsínusafa! Við fórum svo í göngutúr eftir vinnu og það var alveg VEL heitt sko. Ég er reyndar að æfa mig fyrir Afríkuferðina í sumar, þarf að byggja upp hita- og sólarþol he he. Við keyptum líka bók, Lonely Planet Kenya og afgreiðslustúlkan var svo spennt yfir því að við værum að fara og líka yfir sig spennt yfir Borgari og fjölskyldu og þeirra ævintýrum að hana langaði helst að skella sér með. Ég gaf henni veffangið að vefnum þeirra http://www.afrika.is. Nú þurfum við bara að sökkva okkur ofan í bókina og lesa okkur til um Afríku svo verðum ekki eins og bjánar. Já svo þarf ég að auka sólarþolið. Verst að það er spáð skítakulda á morgun, 20 stigum he he.
Ummæli
01. jún. 2005
Skamm skamm að setja þetta svona opinbert út á vefinn !! Mamma var einmitt að koma frá Slóveníu í síðustu viku og daginn eftir var hér 12 stiga hiti - sem er vel að merkja bara gott í maí á Íslandi. Nema hvað, ég heyrði í henni tala í símann og segja að hér væri nú bara enn hörku vetur !! Misjafn hita- og sólarstuðull manna....... kv. Anna Stína ps. vildi svoooooo vera að fara með ykkur til Kenýa :-( bara næst kannski ........