Sól sól skín á mig

Jæja sólin skín og hitinn er kominn upp í 23 gráður. Í dag er spáð 28 stiga hita og sól. Hitinn var 19 gráður þegar við fórum í ræktina kl 6. í morgun, þægileg gola og veðrið gæti bara ekki verið fullkomnara. Mér er reyndar meinilla við sólina sjálfa og er helst aldrei beint undir sólinni því þá verður mér allt of heitt og ég verð bara pirruð og leiðinleg en 25 gráður í skugga er bara fínt. Ég er svoooooooooo þakklát fyrir að þurfa ekki að vera í lestunum í svitabaði og vondri fýlu. Það versta samt er þegar einhver er að borða fisk og franskar eða hamborgara í lestinni á svona dögum. Já það hefur alveg komið fyrir og manni VERÐUR flökurt.

Ég ætla að fá Jóhannes til að hitta mig í hádeginu í litla garðinum rétt hjá vinnunni, aðeins til að teygja úr mér og njóta góða veðursins. Þó að London sé álitin stór, ljót og grá af mörgum, þá er þetta sú stórborg í öllum heiminum sem hefur hlutfallslega flestu grænu svæðin og garðana. Bara um að gera að nota þá sko!

Það er spáð kólnandi á morgun (reyndar niður í 20 stig) en það er allt í lagi, það er að minnsta kosti yfir frostmarki!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It