Flintstones

Flintstones vítamínsdósinJibbbííííí. Haldið þið ekki að Jóhannes hafi ekki keypt handa mér Flintstones vítamín í Boston. Flintstones vítamínið er uppáhalds vítamínið mitt enda afar bragðgott (ávaxtabragð, enginn sykur). Ég veit að það er fyrir börn en ég er ekki svo dugleg að taka inn vítamín að það er kannski bara ágætt að fá einhver vítamín í kroppinn. Ég borða bara meira af þeim hí hí. Ég fékk nefnilega alltaf Flintstones vítamín þegar ég var lítil og bjó í Canada. Man ekki mikið eftir þessum árum en ég man eftir vítamíninu. Ég get nefnilega ekki hugsað mér að gleypa stórar vítamíntöflur, þær hreinlega fara ekki niður um kokið á mér. Mér er líka illa við gelatín (sem er t.d. utan á lýsistöflum) því það eru oftar en ekki unnið úr beinamjöli dýra. Svo ÞOLI ég ekki bragðvond vítamín, skil ekki afhverju þau þurfa að vera oft svona viðbjóðsleg á bragðið. Ég kaupi þess vegna yfirleitt krakkavítamín + járn. Ég er sem sagt sérlega sérvitur á vítamín. Ég reyndar hef ekkert svakalega mikla trú á þeim og mér finnst að maturinn sem við borðum eigi að gefa manni alla þá næringu, vítamín og orku sem við þurfum á að halda. Ég hef aldrei fundið mun á heilsunni hvort sem ég hætti eða byrja að borða vítamín. Það er kannski bara ég. Ég hef reyndar ekki fengið kvef í tæp 2 ár og það er nýtt met fyrir mig. Ég fékk alltaf áður fyrr kvef á 2ja mánuða fresti alveg sama hvað ég borðaði mikið af vítamínum. Kannski það hafi eitthvað með hollan mat og grænmeti að gera. Það hafa allir í kringum mig verið með svakalegar flensur og kvef en ég hef alveg sloppið. Samt hef ég verið að fljúga á milli landa í hverjum mánuði. Kannski er það bara heppni, ætli næsta pest verði ekki einhver rosaleg flensa. Ég ætla sko að borða Flintstone vítamínið mitt, getur bara gert manni gott held ég. Nammi namm.
Töflurnar sjálfar
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
24. maí. 2005

hæ það væri nú gaman að smakka eina pillu af Flintstonevítamíni ég man nú að Vilma þótti þér góð það var sko ekki sama hvað var tekið inn pillurnar voru allavega á litinn en sama vítamínið í þeim öllum kv mamma