Sushileitarvél

Nammi namm. Jóhannes sendi mér þessa slóð í gær. Þetta er svona sushileitarvél það er að segja maður getur leitað að sushistöðum ef mann langar að prófa (reyndar bara í Bandaríkjunum). Jóhannes fór víst á einhvern sushi stað í Boston þar sem var bara gónt á hann og þjónarnir vildu ekkert láta hann fá allan matinn, fannst hann svo mikill og voru þjónarnir afsaplega efins um að hann gæti klárað matinn sem var borinn á borð fyrir hann (og þetta var samt í Bandaríkjunum). Jóhannes greyið reyndi að útskýra fyrir þeim að hann væri svo voðalega svangur og vildi ALVEG fá allan matinn, endilega. Hann fékk loksins allan matinn, og kláraði hann auðvitað og þjónarnir og matreiðslumennirnir glottu bara og hristu hausinn. Greinilegt að hæfileikar og orðspor Jóhannesar í sushiáti er ekki komið út fyrir Bretland og Ísland!

Hér er slóðin á sushileitarvélina fyrir þá sem eru að fara til Bandaríkjanna og langar í Sushi http://sushifinder.com/finderHome.asp

Mig langar alveg í svona sushileitarvél fyrir Bretland!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It