Apahor

Mynd af apa með puttann upp í nefinu á sér
Hér eru enn einar furðuumbúðirnar í London. Ég hef oft keypt mér þessa ávaxtastöng (100% pressaðir ávextir t.d. döðlur, aprikósur, bananar og fleira), mjög góð og fín til að stinga upp í sig yfir miðjan daginn þegar maður er svangur. Ég hef aldrei litið á pakkningarnar sérstaklega (les reyndar alltaf innihaldið) en ég rak upp stór augu í gær þegar mér varð litið á umbúðirnar. Er apinn virkilega að bora í nefið? Ég fór aftur að hugsa (sbr. piparkökumorðin sem ég hef nefnt hérna áður) hvað hönnuðurnir hafa verið að hugsa eiginlega þegar þeir voru að hanna pakkningarnar? Hugmyndir vel þegnar takk því ég er farin að hallast að því að ég sé orðin eitthvað klikk með þessi umbúðarmál öll!
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Anna Stína
08. maí. 2005

Jaaaa.... þetta eru náttúrulega allt náttúrulega efni í stönginni vænti ég og hvað er eðlilegra en .. ojjjjj .... amk enginn frekjusykur þarna á ferðinni !! Kv Anna Stína