Sælkerastaðurinn Mr Christian's

Afgreiðslupía fyrir utan Mr Christian's\'s Það er svo mikið úrval af sælkerabúðum í London. Þær eru svo dásamlegar að maður trúir því varla þegar maður stendur inn í þeim, hversu mikið er til af girnilegum ólífum, brauði, alls kyns mauki á brauð, osti, kaffi og svo framvegis. Það er endalaust úrval og maður fær ekki nóg af því að skoða þessar búðir. Þessi búð heitir Mr Christian's og er á hliðargötu við Portabello götuna (þar sem markaðurinn er) og heitir Elgin Crescent. Ég keypti hrikalega góðar ólífur og Jóhannes keypti kaffi sem hann á eftir að prófa. Ef einhver á leið um Portabello Road þá mæli ég með hliðargötunum, svo ótal margt að sjá og smakka í litlu sælkerabúðunum.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It