Muffinsverjur

MuffinsverjaÞetta eru nú aldeilis sniðug ílát þessar möffinsverjur og eitthvað sem Jóhannes gleðst eflaust yfir að sé komið á markað. Þetta er ílát til að geyma svokallaðar „cupcakes“ sem er svona möffinsar (eða múffur). Þoli reyndar ekki orðið múffur því ég átti vettlinga sem voru kallaðar múffur og finnst asnalegt að kalla sama nafni. Svo eru breskar mömmur stundum kallaðar „muffa“ (svona letiútgáfa af „mouther“ borið fram á svipaðan hátt og múffa og þýðir „mútta“) svo það er bara glatað). Svona „cupkakes“ eru stundum með kremi eða einhverju öðru ofan á. Ég hef reyndar aldrei búið til svona „cupcakes“ en hver veit fyrst að þetta sniðuga ílát er komið á markað, að ég fari að prófa bara. Ég sé reyndar fyrir mér að Jóhannes þyrfti þá að taka svona 3-4 ílát með sér í vinnuna! Þegar ég bý til möffinsa þá tekur hann yfirleitt heilt nestisbox með sér (með 3-4 möffinsum í) þannig að þetta væri dálítið plássfrekt. Jóhannes kæmi eflaust með lausn á því ef ég þekki hann rétt, bara borða þessar „cupcakes“ áður en hann færi í vinnuna og baka þá hinsegin möffins til að taka með í nesti!!!! Jóhannes er nefnilega svo ráðagóður, sérstaklega þegar kemur að mat!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
06. maí. 2005

er ekki til uppskrift af þessu mér sýnist þetta vera marens ofaná og utan um bara plastflaska sem er búið að skera ofanaf en þetta hlýtur að vera gott !!!!!!! sjáumst á sunnudaginn kv mamma.

Lisa Péturs
06. maí. 2005

Mig langar að þakka þér fyrir allar þessar frábæru uppskriftir.

Ekkert mál að taka allt þetta hvíta út og breyta yfir í hollustuna eftir að ég fann síðuna þína.

Fiskur með kókos og basil var í kvöldmatinn hjá mér að þessu sinni og líkaði öllum í fjölskyldunni stórvel.

Takk fyrir mig.

Anna Stína
06. maí. 2005

Þetta er svona cupcakecup - ótrúlega sniðugt og óþarft ... bara borða þær strax - sammála Jóhannesi !! kv. AKM