Göturúm í London
Við sáum þetta ótrúlega rúm fyrir utan gluggann hjá okkur einn morguninn. Þetta er alvöru rúm á hjólum! Við erum ekki alveg viss um tilgang rúmsins en mikið rosalega hlýtur að vera þægilegt að keyra um í rúmi! Er til betri leið til að ferðast? Elva vinkona sem var í heimsókn (ásamt Óla manninum sínum) renndi hýru auga á rúmið, held hún hefði alveg verið til í að fá far enda búin að þramma um alla London, fram og til baka!
Ummæli
03. maí. 2005
Mig vantar rúm í bústaðinn getur þú ekki tekið það með heim á föstud. ????? ( eða þannig ) sjáumst bless mamma.