Enskur morgunverður

Dannaður íkorni Við sáum þennan voðalega dannaða íkorna þegar við vorum á röltinu um daginn. Ég veit ekki hvort það sést á myndinni en hann er að gæða sér á ristuðu brauðu (sem er skorið í þríhyrning). Hann var nú ósköp sætur. Hann smjattaði á þessu alsæll og var ekkert að láta sér bregða þó að væri verið að taka myndir af honum. Ætli hann hafi verið búinn með eggið og beikonið, appelsínusafann og sultuna?    
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It