Rörabjór

Það er magnað að labba fram hjá pöbbum í hádeginu á góðviðrisdögum (sérstaklega á föstudegi) eða eftir vinnu. Heilu vinnustaðirnir (oft mörg hundruð manns) hópast á pöbbana og þeir setjast ekkert endilega við stóla og borð heldur stendur fólkið fyrir utan pöbbana og ræðir málin. Maður sér aldrei fyllerí, aldrei rifrildi, það er aldrei hávaði og enginn er með læti. Fólk er hreinlega bara að skemmta sér í rólegheitum og ekki að gera neitt annað. Þetta myndi ég kalla „siðmenntaða drykkju.“ Það er einn pöbb beint á móti íbúðinni okkar í London, svona ekta hverfispöbb með sunnudagssteik á sunnudögum og svo er einn bara nokkrum skrefum frá íbúðinni. Pöbbinn sem er beint á móti íbúðinni er svo nálægt henni að það er næstum hægt að teygja sogrör úr eldhúsglugganum okkar á þriðju hæð ofan í glösin hjá fólkinu á pöbbnum og fá sér sopa hí hí (áður en það fær sér sjálft sopa auðvitað, hvað haldið þið eiginlega að ég sé). Á föstudagskvöldum þegar við komum heim úr vinnunni er iður og kliður sem er mjög upplífgandi svona í lok vinnuvikunnar. Fólk hlær, segir sögur, fær sér öllara og allir eru glaðir. Kliðurinn er magnaður því allir tala saman í sömu tónhæð, mjög sérstakt. Ástæðan fyrir því að svona margir hópast saman eftir vinnu er sú að í London eru vegalengdirnar langar og það er ekki mikið um heimboð vina um helgar til dæmis. Það nennir enginn að ferðast í 2 tíma í lest til að fara í kaffiboð, það bara gerist ekki hér. Pöbbastundirnar á föstudögum eru því í raun helgarheimsóknirnar/ matarboðið/ sunnudagskaffið allt í einu og því ekki skrýtið þó fólk þurfi að tala mikið saman. Svo lokar allt á miðnætti og allir fara heim að sofa.

Þó ég drekki ekki sjálf þá skil ég vel fólk sem fær sér einn bjór eftir vinnu á föstudögum, það virkar voðalega mikil stemmning í því og greinilega skemmtilegt!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
29. apr. 2005

pabbi þinn væri kátur að hafa einn bar hér á móti ( td hjá Óla ) þessi bar er fínn sem er á móti ykkur ( ég hef reynslu ) ég kemst ekki inn á t-rásina og svo dó !!! allt í bankanum þegar ég ætlaði að fara að borga rafmagnsreikninginn, gott að losna við það heyrumst bless