Allt á rúi og stúi

Eins og eftir jarðskjálftaÉg labba stundum fram hjá þessari byggingu í hádeginu. Þessi gata liggur á milli Great Portland Street og Tottenham Court Road (þar sem t.d. Flugleiðaskrifstofan er) í London. Ég labba sem sagt oft þarna fram hjá og einn daginn tók ég eftir því að allt var á rúi og stúi í kjallaranum og ekkert smá drasl heldur eins og eftir risastóran jarðskjálfta, allt beinlínis á tjá og tundri, húsgögnin á hvolfi, ryk og gifs út um allt, brotnar spónaplötur, bókahillur á hvolfi, stólar beinlínis út um allt og svo framvegis. Það er sem sagt verið að gera húsnæðið upp sko og verið að rusla öllu út. Það sem ég rak augun í þennan dag aftur á móti fékk mig til að stoppa og brosa aðeins. Í glugganum er hvítt skilti sem sést kannski illa á myndinni en á því stendur „Please do not rearrange any furniture or interfere with any of the items in this room“ sem myndi útleggjast á íslensku „Vinsamlegast hreyfið ekki við neinum húsgögnum og ekki snerta á neinum hlutum í þessu herbergi“. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið þegar ég labba þarna fram hjá. (P.s. ég dró rauðan hring utan um hvíta miðann í glugganum svo þið sæjuð betur hvað ég meina).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It