Gulur, rauður, grænn og blár...

Ég er svo aldeilis hissa. Við Jóhannes erum nú oft á röltinu í London og við höfum rekist á marga ansi flotta bíla t.d. Ferrari (einn Ferrari var þannig að vélin var í skottinu (voru engin aftursæti) og það var svona glerþak yfir vélinni þannig að maður sá ofan í hana. Frekar svalt og dáldið Batman sko), óteljandi Bensa og BMW, Jagúar, Bentley og síðast en ekki síst Lamborghini.

Ok við áttum bara Yaris á Íslandi, litla gráa pútu sem bar okkur hvert sem við vildum fara og var alveg ótrúlega stór í sér (ekki sálrænt heldur í rúmmáli). Hann gat flutt búslóðir, borið stórinnkaup úr IKEA þar með talið bókahillur og alltaf var pláss. Hann var meira að segja smá torfærubíll sko þegar við vorum í rosa bjartsýniskasti. Við vorum sem sagt alveg sátt við Yarisinn okkar. Jóhannes vill reyndar Ford F-350 (eða GMC sierra 3500 eða GMC Siearra 2500.Getið ímyndað ykkur hvað ég þarf að þola við að hlusta á bílaupplýsingar!). Ég sé mig í anda, nota stiga til að klifra upp í bílinn.

En já Lamborghini. Við erum búin að sjá 5 Lamborghini bíla á þessu rölti okkar og þeir hafa allir verið í fáránlegum litum og höfum við til dæmis séð eiturgrænan, eiturappelsínugulan og sanseraðan, skærfjólubláan og sanseraðan, skærgulan og fleiri ægilega liti. Þetta væri nú svo sem ekkert merkilegt nema fyrir þá sök að þeir kosta 200.000 PUND hver. Það gera rúmlega 24 milljónir. Ég myndi ekki einu sinni vilja keyra Yaris sem væri svona á litinn? Svo er óttalega mikill hávaði í þeim þannig að ég held að Yarisinn sé bara bestur sko. Ég skil vel að David Beckham hafi skilað sínum Lamborghini sko (hann skilaði sínum víst, fílaði ekki að keyra hann, heyrðist of hátt í klukkunni eða eitthvað álíka).

Hér er slóð á Lamborghini síðuna þannig að þið getið séð hvað ég er að tala um: www.lamborghini.co.uk

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It