Afmælisbarnið

Afmælispakkar frá JóhannesiJæja þá er maður orðinn hrukkóttur og grár (alla vega á góðri leið þangað), Ég er komin langleiðina í fertugt og það er væg andarteppa í gangi ef einhver minnist á aldurinn. Ok reyndar bara 31 en samt á fertugsaldri. Það er rosalegt að vera á fertugsaldri. Ekkert eftir nema fimmtugsafmælið og svo elliheimilið he he. Nei nei ekkert svona svartsýnistal, ég ætla að verða 107 ára eins og frændi minn (held hann hafi orðið 107). Þessi frændi minn fékk lungnabólgu af því hann fór í göngutúr í köldu veðri annars var hann við hestaheilsu. Langafi hans Jóhannesar átti kærustu á elliheimilinu og spilaði brids fram til 104 ára. Ég ætla að verða elst allra með hjálp hollu uppskriftanna minna. Svo ætla ég að halda fyrirlestra á elliheimilinu (þegar ég er orðin vistmaður sko) um andúð mína á smjöri og rjóma og leggja bann við klístruðum og rykugum brjóstykrum og hvíthúðuðu súkkulaði. Ég mun gefa út reglur um að gamla fólkið megi bara gefa barnabörnunum gulrætur og fíkjur og niðurskorin epli. Svo verður líkamsrækt fyrir kvöldmat og við eldum öll saman tófuklatta og hollar gulrótarkökur. Ég verð nú sennilega myrt af sambýlingum áður en ég næ níræðisaldri hí hí.

Æi það er gaman að eiga afmæli, gaman að fá afmælisgjafir og ég var að reikna að ef ég verð 108 ára (það er stefnan, að verða eldri en 107 sko) þá á ég eftir að fá um það bil 450 afmælisgjafir svona í heildina (búið að jafna út stórafmælin og svona). Ég er alveg að hlakka til. Mér er eiginlega alveg sama hvað ég fæ í afmælisgjöf, finnst bara gaman að fá pakka. Já talandi um pakka. Takk fyrir mig allir sem gáfu mér afmælisgjöf, fékk nokkrar æðislegar uppskriftabækur eins og til dæmis bók eftir Japanskan kokk sem er búin að selja 7 milljón bækur og 5 milljón tímarit í Japan. Hún er svona Martha Steward Japans (mínus fangelsisvist og skandal). Hlakka til að prófa japanskar uppskriftir, nóg borðum við að sushi! Svo fékk ég aðra bók sem heitir Feast eftir Nigellu Lawson. Namm hlakka til að prófa hana. Ég set auðvitað þær uppskriftir sem ég prófa inn á vefinn. Svo fékk ég ægilega fínan svefnpoka, dúnpoka frá North Face sem á að duga í -18 stiga frosti sem þýðir að hann verður fínn í +10 stiga hita fyrir mig. Hlakka til að prófa hann á Laugaveginum í sumar. Þarf reyndar að kaupa Iceberg nærföt úr Merino ull (íslensku rollurnar er víst ekki nógu einangrandi) svo ég krókni ekki úr kulda, geri það bráðum, get gert það fyrir peninginn sem ég fékk frá mömmu og pabba!.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
25. apr. 2005

til hamingju með afmælið kveðja lika frá ömmu þinni en hann frændi okkar varð 106 ára hann hét Sigurður Þorvaldsson og var bróðir Sesselju ömmu minnar ( lang ömmu þinnar) kv mamma.

Sólveig Finnsdóttir
25. apr. 2005

heyrðu aftur undir hverju get ég leitað til að alda ur tofu ????????????????????

Sigrún Ása
26. apr. 2005

Til hamingju með afmælið sæta! Knús og klemm. kv Sigrún