Piparkökukallar í hættu!
Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda með þennan bökunarpappír sem ég keypti um daginn. Ég hef dálítið samviskubit yfir því að nota hann, mér líður svo illa af því að horfa á piparkökukallana sem eru að mæta örlögum sínum. Finnst þetta dálítið skrýtinn bökunarpappír!
Hvað ætli markaðsfólkið / hönnunarfólkið hafi verið að hugsa þegar það ákvað útlit á umbúðunum „Hmmmm við skulum setja afhausaða piparkökukalla á umbúðirnar og svo á einn piparkökukall að hafa skelfingarsvip líka því hann á að vera hræddur um að vera næsta fórnarlambið“. Þessar hryllingsumbúðir koma úr Tesco sem er svona venjuleg matvörubúð. Æi ég veit ekki, finnst blóm eða mynstur bara heppilegri held ég.