Nýtt útlit
Jæja kæru lesendur, þá er komið að því, CafeSigrun er loksins kominn í nýjan búning! Við höfum verið að nudda í þessu upp á síðkastið og auðvitað ætlað að vera búin fyrir löngu að skipta um útlit enda hitt orðið ansi gamaldags.
Við ákváðum að breyta ekki uppsetningu á uppskriftum né breyta útlitinu harkalega (leiðarkerfið er enn þá vinstra megin og virkar alveg eins og það gamla). Við höfum bætt við virkni eins og póstlista, fyrirspurnum og svo höfum við bætt inn flokkum eins og Um CafeSigrun (í aðalleiðarkerfinu) og Aðgengismálum (efst til hægri) enda sumir forvitnir um hvað CafeSigrun er.
Ég vona að þið séuð ánægð með nýtt útlit en ef ekki endilega látið mig vita. Við höfum lagt hellingsvinnu í að gera vefinn aðgengilegan fyrir alla notendur (fatlaða jafnt sem ófatlaða) en alltaf má betur fara og ég er þakklát fyrir allar ábendingar, jákvæðar sem neikvæðar. Ég ætla að reyna að vera dugleg að blogga um það sem á dagana drífur, aðallega um eitthvað matartengt t.d. góð veitingahús í London (en þar búum við Jóhannes maðurinn minn), fréttir um heilsu og mat og fleira en það kemur í ljós hversu dugleg ég verð.