Bláberja- og perudrykkur

Perur hafa hreinsandi eiginleika og bláber eru hollustuheimsmeistarar, full af andoxunarefnum og járni. Þetta er sannkallaður hollustudrykkur og upplagt að nota bláberin úr berjamó haustsins.

Athugið að blandara þarf til að útbúa þessa uppskrift.


Bláberja- og perudrykkur, fjólublár og góður

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Bláberja- og perudrykkur

Fyrir 2

Innihald

 • Nokkrir ísmolar
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • 50 ml appelsínusafi
 • 115 g bláber, frosin (eða fersk)
 • 1 vel þroskuð pera, afhýdd og kjarnhreinsuð og söxuð gróft
 • 125 ml sojajógúrt (eða AB mjólk)
 • 2 tsk agavesíróp
 • Smá klípa kanill (má sleppa)

Aðferð

 1. Setjið ísmolana og bláberin í blandarann og hellið sítrónusafanum og appelsínusafanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur.
 2. Afhýðið peruna, kjarnhreinsið og saxið gróft. Setjið í blandarann ásamt sojajógúrt, agavesírópi og kanil. Blandið í um 10 sekúndur.
 3. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Nota má AB mjólk, hreina jógúrt eða hreint skyr í staðinn fyrir sojajógúrt. Þið gætuð þurft að nota aðeins meira af agavesírópinu í staðinn.
 • Nota má hindber eða jarðarber í staðinn fyrir bláber.

Ummæli um uppskriftina

Thelma
15. sep. 2011

Var að prufa þennan drykk og hann er algjört æði! Takk fyrir góðar uppskriftir!

sigrun
15. sep. 2011

Gaman að heyra Thelma :)