Bananashristingur (Banana- og ananas hristingur)

Þetta er reglulega svalandi og frískur sumardrykkur. Uppskriftin er byggð á uppskrift úr bók frá Grænum Kosti (Grænn kostur Hagkaupa) og eins og með allar uppskriftirnar úr þeirri bók, þá er þessi frábær.

Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.
 


Þykkur og nærandi bananasdrykkur

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Bananashristingur (Banana- og ananas hristingur)

Fyrir 2

Innihald

  • Nokkrir ísmolar
  • 50 ml appelsínusafi (eða ananassafi)
  • 250 ml sojajógúrt (eða jógúrt að eigin vali)
  • 2 vel þroskaðir bananar
  • 100 g ananas í bitum (ferskur eða í náttúrulegum safa, ekki sírópi)
  • 1 sm bútur ferkst engifer, afhýtt og rifið
  • 1 tsk vanilluduft (eða vanilludropar úr heilsubúð)

Aðferð

  1. Setjið ísmolana í blandarann og hellið appelsínusafanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur.
  2. Bætið banana, ananas, sojajógúrt og vanilludufti út í. Blandið í um 10 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
  3. Afhýðið engiferið og rífið það á rifjárni svo að safinn leki ofan í blandarann (einnig má saxa engiferið smátt og setja út í, fyrir sterka bragð). Blandið í 5 sekúndur.
  4. Hellið í glös og berið fram strax.


  5.  

Gott að hafa í huga

  • Nota má AB mjólk eða jógúrt í staðinn fyrir sojajógúrt (ath ekki vegan).
  • Fyrir þynnri drykk má nota sojamjólk í stað sojajógúrts. Nota má undanrennu (ekki vegan), hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
  • Nota má vel þroskað mango í staðinn fyrir banana.
  • Gott er að frysta drykkinn aðeins og blanda hann nánast frosinn. Þannig verður til gott krap úr drykknum.