Banana- og hnetusmjörsdrykkur

Nammi nammi, hnetusmjör og bananar eru unaðsleg blanda. Þessi drykkur er fínn eftir ræktina enda er hann stútfullur af orku, hollri fitu og próteinum. Munið að hnetusmjör er ekki svo óhollt (í litlu magni), kaupið bara það sem er án viðbætts sykurs og helst lífrænt framleitt (úr heilsubúð). Þetta er heimsins einfaldasti drykkur.

Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.


Dásamlega þykkur og ljúffengur banana- og hnetusmjörsdrykkur (smoothie)

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Vegan

Banana- og hnetusmjörsdrykkur

Fyrir 2

Innihald

 • Nokkrir ísmolar
 • 200 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)
 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 2 msk mjúkt hnetusmjör (úr heilsubúð)

Aðferð

 1. Setjið ísmolana í blandarann ásamt 50 ml af sojamjólk og blandið í um 5 sekúndur.
 2. Setjið hnetusmjör, banana og afganginn af sojamjólkinni út í og blandið í um 1 mínútu eða þangað til algjörlega silkimjúkt.

Gott að hafa í huga

 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
 • Ef drykkurinn er ekki nógu sætur (hann ætti að vera það með þroskuðum bönunum), má setja um 1 msk af hlynsírópi eða nokkra steviadropa út í.