Vetur

Suðrænn fiskiréttur
Þetta er voða einföld, holl og góð uppskrift, fín svona í miðri viku þegar tímaleysið háir okkur einna mest.

Mexikönsk ýsa
Nokkuð bragðmikill en afar góður fiskréttur, bakaður í ofni. Nota má steinbít, þorsk eða lúðu í stað ýsunnar. Best er að vera búin að útbúa salsasósuna með smá fyrirvara.

Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu
Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Frábær vetrarsúpa því maður hitnar alveg í gegn við að borða hana. Súpan hentar vel fyrir þá sem hafa glúteinóþol og mjólkuróþol.

Kókos- og límónusúpa
Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.

Tofu- og kjúklingabaunabuff
Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.

Eggjadropa- og krabbakjötssúpa
Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.

Helgukjúklingur (Tandoori kjúklingaréttur)
Þessi uppskrift kemur frá Helgu kunningjakonu minni í Englabörnunum sem fékk hana frá Erlu í Englabörnunum sem fékk hana frá.... o.s.frv.

Hnetusteik II
Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.

Hnetusteik
Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.

Villisveppasósa
Þessi sósa passar einstaklega vel með karríhnetusteikinni en er mjög fín með öðrum mat líka.
