Páskar / veislur

Rauðrófusalat - fallega vínrautt

Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)

Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.

Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Konfektið góða sem passar með öllu

Ávaxtakonfekt

Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Hollar og góðar vefjur

Tortilla (vefjur)

Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

Páskaegg með heimatilbúnu konfekti

Páskaegg

Ég hef stundum gert páskaegg úr súkkulaði í gegnum tíðina.

Engiferöl, frískandi og hollt

Engiferöl

Þetta er mín útgáfa af engiferöli (Ginger Ale)” sem er drykkur sem margir sem hafa búið erlendis þekkja.

Grænar og vænar límónukökur, afskaplega hressandi og góðar

Límónu- og macadamiakökur

Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

Sérlega einfaldir og fljótlegir bitar, frábærir með kaffinu

Súkkulaði- og möndlubitar (fudge)

Ég veit ekki hvað fudge er á íslensku svo ég lét orðið bara í sviga fyrir aftan nafn uppskriftarinnar.

Syndicate content