Jólauppskriftir
Espressosúkkulaðikaka
Þessi kaka getur nánast vakið mann upp frá roti. Enda er hún ekki ætluð fyrir börn heldur fullorðna eingöngu.
Heslihnetutrufflur
Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.
Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur
Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar.
Kakó- og heslihnetutrufflur
Trufflur. Orðið eitt færir bros á varir mínar. Hugsanlega ætti að leynast vottur af samviskubiti líka...en það fer lítið fyrir því. Í reynd örlar ekki á samviskubiti. Trufflur eru svo góðar.
Möndlu- og kínóa súkkulaðibitakökur
Þessar smákökur eru nú eiginlega allt annað en hollar. Og þó, þær innihalda kalk, járn, prótein og trefjar og eru glúteinlausar í þokkabót.
Jarðarberjahrákökur
Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.
Súkkulaðimyntuís
Ég gerði þennan ís nokkrum sinnum því hann misheppnaðist alltaf. Eða sko...hann misheppnaðist ekki í eiginlegri merkingu heldur varð hann svo ljótur á litinn.
Biscotti með macadamiahnetum og trönuberjum
Þessar biscottikökur eru alveg hreint dásamlega ljúfar. Maður getur sleppt appelsínuberkinum ef maður vill og þá eru þeir enn þá mildari á bragðið.
Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum
Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.
Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)
Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.