Detox

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Kúrbítshummus
Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu
Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu
Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda
Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.

Tómatsúpa Höddu
Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Naglasúpan ódýra
Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London
Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

Peru- og engifersafi
Þessi safi er afar hreinsandi og vítamínríkur þar sem perur innihalda helling af C vítamíni. Til dæmis inniheldur ein pera 11% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni (og sama gildir um kopar).

Appelsínu- og kanilte
Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt.
